Myndir af vinnustofum um umbætur aðgerða
Þessa dagana stendur yfir yfirhalning á aðgerðum Grænna skrefa. Nauðsynlegt er að endurskoða aðgerðirnar reglulega með tilliti til fyrri reynslu og nýrrar þekkingar í umhverfismálum, og höfum við gert þetta á ca 2. ára fresti. Á morgunverðarfundi Grænna skrefa í síðustu viku skiptu þátttakendur sér niður í fjórar vinnustofur þar sem umbætur aðgerða voru ræddar. Umsjónarmenn verkefnisins höfðu þegar farið í nokkra grunnvinnu sem var borin undir þátttakendur og þeim gefið færi á að koma með athugasemdir og hugmyndir að nýjum aðgerðum. Í þessari yfirhalningu leggjum við áherslu á aðgerðir sem koma til enn frekari samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var tekin ákvörðun um að bæta við nýjum flokki – eldhús og kaffistofur – í viðleitni til að tækla betur innkaup mötuneyta, matarsóun og auka framboð á grænmetisfæði.
Hér má nálgast pdf með skjáskotum af öllum umræðuborðum.
Nú erum við að taka saman niðurstöður vinnustofanna og munum láta ykkur vita þegar uppfærður gátlisti verður birtur. Við þökkum ykkur kærlega fyrir ykkar framlag í þessari vinnu og hvetjum ykkur til að heyra í okkur ef þið hafið frekari athugasemdir á þessu stigi.