Hugverkastofan fær afhent 1. Græna skrefið
Við óskum Hugverkastofu til hamingju með að hafa stigið 1. Græna skrefið.
Til að taka fyrsta skrefið hefur Hugverkastofan meðal annars farið sparlega með rafmagn og pappír, flokkað vel og vandlega og notað vistvænar hreinsivörur. Hjá Hugverkastofu er góð aðstaða fyrir hjólafólk þar sem þau eru bæði með hjólaboga fyrir aftan húsið fyrir starfsmenn og líka fyrir gesti. Stofnunin er með innri vef fyrir Grænu skrefin svo upplýsingagjöf til starfsmanna er til fyrirmyndar. Í vinnslu er líka handbók um hvernig eigi að halda umhverfisvæna viðburði og fundi og verður spennandi að fylgjast með hvernig það gengur.
Hugverkastofa stefnir að því að halda ótrauð áfram og eru með markviss plön um næstu skref.