Hreinsunaraðgerðir með aðkomu Landhelgisgæslunnar á Hornströndum
Í fjórða skrefi Grænna skrefa er ein aðgerð sem hljóðar svo: Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru eða Degi umhverfisins, a.m.k einu sinni á ári.
Landhelgisgæsla Íslands getur merkt við þessa aðgerð með góðri samvisku, þar sem stofnunin tekur árlega þátt í hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni Hornstrandir, þar sem varðskipið Þór sá um að ferja rusl sem sjálfboðaliðar samtakanna höfðu safnað í Furufirði. Alls söfnuðust 5,19 tonn af rusli, mest plast og netadræsur, sem var komið í land á Ísafirði.
Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir frá Landhelgisgæslunni af frábærri vinnu sjálfboðaliða samtakanna og flutningi úrgangsins sem safnað var.