591-2000
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Opið virka daga frá 09:00 – 15:30
We may request cookies to be set on your device. We use cookies to let us know when you visit our websites, how you interact with us, to enrich your user experience, and to customize your relationship with our website.
Click on the different category headings to find out more. You can also change some of your preferences. Note that blocking some types of cookies may impact your experience on our websites and the services we are able to offer.
These cookies are strictly necessary to provide you with services available through our website and to use some of its features.
Because these cookies are strictly necessary to deliver the website, refuseing them will have impact how our site functions. You always can block or delete cookies by changing your browser settings and force blocking all cookies on this website. But this will always prompt you to accept/refuse cookies when revisiting our site.
We fully respect if you want to refuse cookies but to avoid asking you again and again kindly allow us to store a cookie for that. You are free to opt out any time or opt in for other cookies to get a better experience. If you refuse cookies we will remove all set cookies in our domain.
We provide you with a list of stored cookies on your computer in our domain so you can check what we stored. Due to security reasons we are not able to show or modify cookies from other domains. You can check these in your browser security settings.
We also use different external services like Google Webfonts, Google Maps, and external Video providers. Since these providers may collect personal data like your IP address we allow you to block them here. Please be aware that this might heavily reduce the functionality and appearance of our site. Changes will take effect once you reload the page.
Google Webfont Settings:
Google Map Settings:
Google reCaptcha Settings:
Vimeo and Youtube video embeds:
You can read about our cookies and privacy settings in detail on our Privacy Policy Page.
Persónuverndarstefna
Fyrsta lögregluembættið sem stígur Grænt skref
/in Fréttir /by greEmbætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fékk í desember 2019 afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu – fyrst allra lögregluembætta. Allar lögreglustöðvar embættisins taka þátt í verkefninu af fullum krafti, en þær eru staðsettar á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Siglufirði og Þórshöfn. Mikill hugur er í starfsfólki embættisins og metnaður til að […]
Ný útgáfa af grænu bókhaldi
/in Fréttir /by greNú er uppfært excel skjal græna bókhaldsins niðurhalanlegt undir liðnum Grænt bókhald hér á heimasíðunni. Helstu nýmæli eru að hægt er að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá fleiri þáttum og gerðar voru ýmsar uppfærslur, ítarlegri leiðbeiningar og losunarstuðlar uppfærðir. Gagnagátt græns bókhalds fór í loftið í fyrra og er henni ætlað að leysa af hólmi excel skjalið […]
Listasafn Íslands taka 2 skref í einu
/in Fréttir /by greListasafn Íslands hlaut í dag viðurkenningu fyrir tvö fyrstu grænu skrefin. Innleiðing verkefnisins hefur gengið hratt og vel fyrir sig, enda hópurinn greinilega samstilltur og áhugasamur um umhverfismál. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og hlökkum til næstu skrefa með þeim! Á myndinni er fríður hópur safnsins ásamt viðurkenningarskjalsins góða og fleiri viðurkenninga svo […]
Isavia í Keflavík með þrjú skref
/in Fréttir /by greFlugstöð Leifs Eiríkssonar, Þjónustuhús og Flugturn í Keflavík fengu í gær viðurkenningu fyrir að hafa lokið við þriðja Græna skrefið. Í Keflavík starfar öflug umhverfisdeild sem farið hefur fyrir innleiðingu Grænu skrefanna í starfseminni. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu til starfsmanna og rekstaraðila og að virkja þá til góðra verka. Sorpmálin hafa verið tekin […]
Vegagerðin á fullri ferð
/in Fréttir /by greVegagerðin keyrir Grænu skrefin áfram af öryggi! Í desember sem leið hlaut þjónustustöðin á Akureyri viðurkenningu fyrir skref 2. og 3. og þjónustustöðin á Sauðárkróki fyrir að ljúka öðru skrefinu. Sóley Jónasdóttir fulltrúi grænna skrefa hjá Vegagerðinni á Norðursvæði heldur vel utan um verkefnið og hvetur starfsfólkið til dáða og heldur öllum vel upplýstum. Við […]
Landspítalinn nýr þátttakandi í Grænum skrefum
/in Fréttir /by greVið bjóðum Landspítalann velkominn til leiks! Til að byrja með mun starfsstöð spítalans við Skaftahlíð innleiða skrefin en þar starfa 270 manns. Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á Landspítalanum um árabil svo búast má við því að Grænu skrefin verði starfsfólki auðveld viðureignar.
Póst- og fjarskiptastofnun skráir sig til leiks
/in Fréttir /by greVið bjóðum Póst- og fjarskiptastofnun velkomna til leiks í Grænum skrefum. Hjá stofnuninni starfa 27 manns og hlökkum við til að vinna með þeim að umhverfismálunum. Með þessari skráningu eru 81 stofnun þátttakendur í verkefninu.
Lagafrumvarp sem tekur á plastvandanum
/in Fréttir /by greUmhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. „Verði frumvarpið að lögum munu nokkrar algengar gerðir af plastvörum verða bannaðar á Íslandi. Þetta eru t.d. plastdiskar, plasthnífapör, plaströr og bollar úr frauðplasti. Við getum svo vel notað aðra hluti í staðinn. Frumvarpsdrögin gera líka ráð fyrir að […]
Veðurstofan stígur 3 skref í einu
/in Fréttir /by greVeðurstofa Íslands hefur nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga fyrstu þrjú Grænu skrefin. Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á stofnuninni um árabil og ljóst að það er rótgróið í menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna. Nýtni er í hávegum höfð og fá starfsmenn sem vilja t.a.m að eiga raftæki sem stofnunin hefur ekki […]
Umbra klárar 4. skrefið
/in Fréttir /by greUmbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins hefur nú stigið 4. Græna skrefið en einungis tveir mánuðir eru síðan þau fengu viðurkenningu fyrir skref 2 og 3. 80% af úrgangi stofnunarinnar fer til endurvinnslu og í viðleitni til að draga úr myndun úrgangs er verið að koma fyrir handblásurum á flestum salernum, en með því dregur verulega úr […]
Bílar ríkisins verða umhverfisvænir
/in Fréttir /by greRíkisstjórnin hefur samþykkt að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla en innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Með aðgerðunum má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrarkostnaður vistvænna bifreiða lægri og heildarlíftímakostnaður og vistferilskostnaður tækjanna minni. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
80 þátttakendur í Grænum skrefum
/in Fréttir /by greLandhelgisgæsla Íslands hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin og eru því alls 80 ríkisstofnanir sem taka þátt í verkefninu. Hjá Landhelgisgæslunni starfa 200 manns við margvísleg verkefni, svo sem leit og björgun, löggæsluverkefni, sjómælingar á öruggum siglingarleiðum og önnur sérhæfð verkefni. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Skógarhlíð í Reykjavík en starfsstöðvar eru líka […]