Framkvæmdasýsla ríkisins komin með 4 Græn skref
Við óskum Framkvæmdasýslu ríkisins innilega til hamingju með 3. og 4. Græna skrefið!
Að vissu leyti gegna Framkvæmdasýsla ríkisins og Grænu skrefin svipuðu hlutverki. Hægt er að líkja báðum aðilum við kóngulóna í netinu sem hefur með vinnu sinni áhrif á alla þræði ríkisstarfsseminnar. Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda og húsnæðisöflunar. Það er því afar mikilvægt að Framkvæmdasýslan taki umhverfismálin föstum tökum, og stuðli þannig ekki aðeins að bættri innri starfssemi heldur jákvæðum umhverfisáhrifum fyrir allar opinberar framkvæmdir. Með því að ganga um með góðu fordæmi í Grænu skrefunum, og finna á eigin skinni hvað þarf að gera til að stuðla að umhverfisvænni skrifstofustarfsemi, teljum við að þau séu enn betur í stakk búin að leiðbeina þeim sem Framkvæmdasýslan þjónustar.
Það er töluvert síðan Framkæmdasýsla ríkisins kláraði 3. og 4. skrefið en fögnuðurinn tafðist vegna Covid. En þau bættu þetta upp á dögunum og fögnuðu þessum mikla áfanga og um leið nýfenginni hjólavottun. Þumalinn upp fyrir því!