Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlaut á dögunum 1. Græna skrefið
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlaut á dögunum 1. Græna skrefið og við óskum honum innilega til hamingju með það!
FSS, eins og skólinn er gjarnan kallaður, var einn af fyrstu ríkisaðilunum til að klára 1. skrefið í nýju útgáfunni af Gátlistanum. Það er alltaf krefjandi að fara ótroðnar slóðir en FSS tókst með glæsibrag á við nýjar aðgerðir eins og að hafa umhverfismálin í huga við framsetningu á matseðli. Auk þess hafa þau hafið vinnu við að skila Grænu bókhaldi, fræðst um umhverfisvæn merki, passað upp á merkingar á flokkun, valið sparneytin raftæki, pantað fleiri hjólaboga fyrir skólann og margt fleira. Það er einnig gleðilegt að þau eru strax langt komin með að klára 2. skrefið og því mikill gangur í verkefninu.
Enn og aftur, innilega til hamingju!