Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur fjórða skrefið
Fjölbrautaskóli Snæfellinga lauk úttekt á fjórða Græna skrefinu í ágúst og á því aðeins eitt skref eftir. Umhverfisstarf þeirra er fjölbreytt, en þau eru til dæmis með rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla, gott úrval af lífrænum matvælum á kaffistofu starfsfólks og endurnýta notaða matarolíu í dýrafóður.
Við óskum þeim innilega til hamingju með flottan árangur!
Á myndinni eru (frá vinstri til hægri) Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari, Ólafur Tryggvason umsjónarmaður fasteigna og Lilja Magnúsdóttir skólafulltrúi, með þetta dásamlega útsýni yfir Kirkjufell.