Fjölbrautarskólinn í Garðabæ tekur fimmta skrefið
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ lauk fimmta Græna skrefinu á dögunum með glæsibrag.
Öll verkefni sem viðkoma umhverfismálum eiga það sameiginlegt að vera eilífðarverkefni, og Grænu skrefin eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að stofnun ljúki fimmta skrefinu heldur vinnan áfram og starfsfólk og nemendur FG eru meðvituð um að lengi má gott bæta – flokkunarhlutfall úrgangs fer t.a.m. áfram batnandi og nemendur verða verðlaunaðir fyrir vikið.
Tilgangur fimmta og síðasta Græna skrefsins er að tryggja að umhverfismál verði áfram í hávegum höfð í starfsemi stofnana með því að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi. Það er ánægjulegt að sjá æ fleiri stofnanir ljúka þessu mikilvæga skrefi og við óskum FG innilega til hamingju með áfangann.
Á myndinni má sjá Snjólaugu E. Bjarnadóttur aðstoðarskólameistara og Írisi Hvanndal Skaftadóttur kennara fagna Grænu skrefunum.