Grænt skref Skattsins
Fyrsta Græna skrefið hefur nú verið stigið hjá Skattinum. Það voru aðalstöðvarnar á Laugavegi sem reið á vaðið og kláraði fyrsta Græna skrefið af fimm í gær.
Í kjölfarið munu aðrar starfsstöðvar stíga skrefið en Skatturinn starfar á 14 stöðum á landinu.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda til verka og starfsmanni Grænna skrefa þótti gaman að sjá allt það umhverfisstarf sem unnið hefur verið undanfarið í starfseminni.
Við óskum Skattinum til hamingju með áfangann og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Meðfylgjandi má sjá myndir sem Græn skref fengu send frá Skattinum, en þær sýna hluta af því sem hefur verið gert til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni undanfarið.