Alþingi klárar fimmta skrefið

Alþingi lauk nýverið úttekt á skrefi fimm og hefur þar með stigið öll Grænu skrefin. Skrefið var formlega afhent forseta Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis þann 25. febrúar.

Þingið hefur meðal annars unnið gott starf í því að draga úr losun vegna samgangna og tveir af þremur bílum í eigu Alþingis eru tengiltvinnbílar. Á dögunum fengu þau afhenta níu rafbíla frá Hertz í langtímaleigu fyrir þingmenn, en reiknað er með því að rafbílarnir verði 19 talsins.

Alþingi hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2018 og fylgist vel með stöðu mála með Grænu bókhaldi. Hér má nálgast umhverfis- og loftslagsstefnu Alþingis í heild sinni: https://www.althingi.is/um-althingi/skrifstofa-althingis/starfsmannamal/umhverfisstefna/

Fimmta skrefið inniheldur aðgerðir til þess að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi í stofnunum og er loftslagsstefnan liður í því.

Við óskum Alþingi innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.