Súkkulaðiskref Vatnajökulsþjóðgarðs
Í byrjun mánaðarins luku allar starfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar fjórða skrefinu. Þær eru hvorki meira né minna en átta talsins og dreifðar vítt og breitt um landið; Gljúfrastofa, Mývatn, Snæfellsstofa, Fellabær, Gamlabúð, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Skaftárstofa. Það fylgja því eflaust aðrar áskoranir að vinna að skrefunum á svo dreifðum og fámennum starfsstöðvum en í mörgum öðrum ríkisstofnunum en verkefnið var leyst af miklum metnaði og stakri prýði.
Þrátt fyrir fjölda starfsstöðvanna þurfti starfsmaður Grænu skrefanna ekki að senda límmiðana nema á einn stað, en í Fellabæ tók Agnes Brá við þeim og póstsendi á starfsstöðvarnar að viðbættu súkkulaði. Ekki ónýtt að halda upp á góðan árangur með þeim hætti. Við óskum Vatnajökulsþjóðgarði til hamingju með góðan árangur.