Fjölbrautaskóli Suðurnesja ætlar að feta Grænu skrefin
Það er frábært að sjá hversu margir framhaldsskólar hafa bæst í hóp þeirra stofnana sem ætla að stíga Grænu skrefin og bjóðum við þann nýjasta – Fjölbrautaskóla Suðurnesja – innilega velkominn til leiks. Í umhverfisstefnu skólans kemur fram að meginmarkmiðið sé „að skapa umhverfisvænt en jafnframt hlýlegt umhverfi sem bæði nemendur og starfsfólk skólans beri virðingu fyrir og finnist gott að starfa í.“ Við hlökkum til að vinna að þessu markmiði með öllum 98 starfsmönnum skólans.