„Ég fer í fríið, ég fer í fríið…“
Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga í sumarfrágangi áður en starfsmenn fara í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar, hita og rafmagn, á meðan enginn er að „njóta“ þeirra Einnig viljum við taka fram að þjónusta við Grænu skrefin verður skert í júlí en þó er hægt að senda inn fyrirspurnir á graenskref@graenskref.is. Við þökkum fyrir ykkar góða starf á liðnum vetri og óskum ykkur gleðilegs sumars!