Jólastemming og viðurkenning hjá LMÍ
Það var jólalegt hjá LMÍ í dag þegar sendinefnd mætti með viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Allir starfsmenn í jólapeysu og haldin var hangikjötsveisla með einstökum jólagraut og leikjum.
LMÍ ætla að ljúka að minnsta kosti öðru Grænu skrefi á nýju ári og eru starfsmenn hvergi nærri af baki dottnir. Fylgist með þeim.
Hér má sjá Jóhönnu hjá LMÍ, Huldu Steingrímsdóttur frá Alta sem gerði úttektina, Björgvin Valdimarsson formann stýrihóps um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Magnús Guðmundsson forstjóra LMÍ.