Fyrsta Græna skrefið hjá Vegagerðinni
Vegagerðin hefur nú lokið fyrsta Græna skrefinu og var það unnið hratt og vel enda grunnurinn að umhverfisstjórnun vel á veg kominn hjá stofnuninni. Þau eru nú staðráðin í að halda áfram og innleiða fyrsta Græna skrefið á öllum sínum starfsstöðvum og halda síðan áfram með næstu skrefin.
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, tók á móti viðurkenningunni frá starfsmanni Umhverfisstofnunar, Hólmfríði Þorsteinsdóttir.