Fjórða skref forsætisráðuneytisins
Forsætisráðuneytið var að fá afhenta viðurkenningu fyrir fjórða Græna skrefið. Þau hafa aldeilis tekið vel á umhverfismálunum en stóri þátturinn hjá þeim eru úrgangsmálin en þau hafa bæði aukið flokkun mikið og dregið úr magni úrgangs. Meiri umhverfisvitund og umræða innan ráðuneytisins og almenn áhersla á nýtni og endurnotkun hefur haft þessi góðu áhrif. Frábær árangur hjá forsætisráðuneytinu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hluti af umhverfishópnum, Elfa og Ólafía tóku á móti viðurkenningunni.