Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum, sem haldinn verður 3. maí næstkomandi í Hörpu. Dagskráin verður öll í beinu streymi, hér má finna facebook-viðburð Loftslagsdagsins.
Lögð verður áhersla á að fjalla um loftslagsmál á mannamáli af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í málaflokknum. Meðal umræðuefna verða;
– Losun Íslands
– Neysludrifna losun
– Innra kolefnisverð
– Náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun
– Orkuskipti
Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál.