LMÍ er þriðja stofnunin til að ljúka öllum fimm skrefunum
Í dag á afmælishátíð Landmælinga Íslands, afhenti Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Magnúsi Guðmundssyni forstjóra LMÍ, viðurkenningu fyrir fjórða og fimmta Græna skrefið. LMÍ var ein af þeim stofnunum sem tóku þátt í að þróa og aðlaga verkefnið að ríkisstofnunum árið 2014 og var einnig ein þeirra fyrstu til að fá fyrsta Græna skrefið. Nú einu og hálfu ári seinna hafa þau lokið við að innleiða öll fimm skrefin og voru þriðja stofnunin til að ná því. Innilega til hamingju með áfangann og árangur ykkar við að innleiða umhverfisvænni rekstur.