Stofnanir, kolefnisjöfnum útblásturinn!
Kolviður er verkefni í umsjón Skógræktarfélags Íslands og Landverndar en verkefni þetta gefur fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum tækifæri til að kolefnisjafna útblástur á koltvísýringi (CO2) með skógrækt.
ÁTVR gengur skrefinu lengra en margir í að minnka umhverfisáhrif sín en árið 2014 gerðu þau samning við Kolvið um að kolefnisjafna útblástur vegna aksturs og flugferða. Heildarlosun koltvísýrings sem ÁTVR hefur bein áhrif á er 102 tonn og 29 tonn vegna flugs og samsvarar losunin gróðursetningu á 1.230 trjám fyrir árið 2014.