Fyrsta skref Vinnumálastofnunar
Fyrsta Græna skrefið hefur nú verið stigið í höfuðstöðvum Vinnumálastofnunar í Reykjavík. Stefnan er svo sett á landsbyggðina í framhaldinu en starfsstöðvar stofnunarinnar eru staðsettar vítt og breitt um landið. Umhverfisteymi Vinnumálastofnunar hefur gengið vasklega til verks og lagt áherslu á að kynna verkefnið vel fyrir starfsmönnum og taka flokkunarmálin föstum tökum. Á döfinni hjá þeim er m.a. að fá kynningu frá Gámaþjónustunni svo þau geti lagt sig enn betur fram við flokkunina. Til hamingju með árangurinn Vinnumálastofnun og gangi ykkur vel með framhaldið!
Á myndinni er teymi Grænna skrefa hjá VMST, Valdimar K. Guðlaugsson, verkefnastjóri, Sigmundur Arnórsson, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri, Herborg Haraldsdóttir, Guðrún Agða Aðalheiðardóttir, Hrefna Guðmundsdóttir og Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun. Á myndina vantar Hugrúnu Jóhannesdóttur sem einnig er í teyminu.