MNR með skiptibókamarkað og tvö Græn skref
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hóf vinnuna við innleiðingu Grænna skrefa í september og fengu þau nú viðurkenningu fyrir tvö fyrstu Grænu skrefin. Ef eitthvað er hægt að segja um innleiðingu skrefanna hjá þeim er að það var frekar áreynslulaust enda ráðuneytið og starfsfólk þess vant því að huga að umhverfismálum, endurnotkun og nýtni í allri sinni starfsemi. Innkaup eru vel ígrunduð ef þá þarf að kaupa eitthvað inn eða gert við húsgögn. Innilega til hamingju með árangurinn.