Isavia, Flugfjarskipti með 5 skref
Flugfjarskipti hjá Isavia voru fyrsta starfsstöðin þeirra til að ljúka innleiðingu á fimmta Græna skrefinu og einnig að fá vottun fyrir ISO 140001 umhverfisstjórnunarkerfi. Það hefur verið svo gaman að fá að vera með þeim í þessari vinnu enda innleiðingin gengið með eindæmum hratt og vel. Þau hafa til að mynda gengið lengra en flestir í að draga úr úrgangsmyndun með því að fá hænur sem borða lífræna úrganginn að mestu leyti. En það eru nú kannski líka fáar stofnanir í aðstöðu til þess, auk þess hefur verið passað vel uppá að þjónustuaðilar sem koma með mat til starfsmanna bjóði ekki eða sem minnst uppá matvæli í einnota umbúðum. Til hamingju með árangurinn 🙂