Samgönguvika 2018
Eru ekki allir að taka þátt? Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Átakið stendur í eina viku frá 16. september til 22. september og markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Við hvetjum stofnanir til að taka þátt og hegða sínum ferðavenjum í framtíðinni með sem umhverfisvænustum hætti. Endilega hvetjum aðra líka áfram með því að pósta sögum af okkur á viðburðinn.