Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum 2018-2030 var birt í gær. Í henni er megináhersla lögð á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Eins og þátttakendur Grænna skrefa kannast við er töluverð áhersla lögð á umhverfisvænni samgöngur í verkefninu og hafa kröfur til þessa aukist nokkuð með uppfærðum aðgerðum. Nýtt í verkefninu er einnig aðgerð um kolefnisbindingu sem stjórnvöld eru einmitt að leggja mikla áherslu á. Aðgerðaáætlunina má sjá hér.