Öll níu ráðuneytin komin í Grænu skrefin
Frábærar fréttir, öll ráðuneytin eru komin í Grænu skrefin 🙂 Þau hafa líka sett sér það metnaðarfulla markmið að ljúka öllum fimm skrefunum um áramótin. Það er mikil jákvæðni gagnvart verkefninu í ráðuneytunum og menn í samhentu átaki. Í frétt frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur einnig fram „Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum og grænum ríkisrekstri og mun á næstu mánuðum vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast því. Meðal annars verður sett loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið og markmið um markvissan samdrátt kolefnisspors ráðuneyta og Rekstrarfélagsins. „