Prestastefnan með umhverfisáherslu
Prestastefna Þjóðkirkjunnar var haldin dagana 24- 26. apríl. Umhverfismálin voru í brennidepli og var Grænu skrefunum boðið að halda erindi. Framkvæmdaáætlun umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar var kynnt en í henni koma fram metnaðarfullar aðgerðir kikjunnar til að draga úr umhverfisáhrifum innan stéttarinnar. Það var virkilega ánægulegt að fá að taka þátt í þessu og verður gaman að fylgjast með umhverfismálum hjá þjóðkirkjunni í framtíðinni.