Er einhver að lesa tímaritin, blöðin og auglýsingapóstinn?
Mörg lítil atriði geta hafi mikil neikvæð áhrif eða mikil jákvæð áhrif. Af því að það er svo sjálfsagt að fá inn um póstlúguna allskonar blöð, frípóst, auglýsingapóst og annað að við gleymum oft að hugsa út í þau neikvæðu umhverfisáhrif sem felast í framleiðslu á pappír, tímaritum, blöðum og auglýsingaefni, dreifingu og förgun á þessu öllu. Við ættum því öll að velta fyrir okkur hvort við þurfum á þessu að halda? Landsvirkjun ákvað að draga úr þessari sóun með því að segja upp áskrift af öllum tímaritunum sínum, þó áfram sé hægt að fá þau rafrænt. Með þessu spöruðu þau kolefnislosun á ári sem jafngildir akstri tvisvar sinnum um Íslands eða fjórar ferðir frá Reykjavík til Fljótsdals. Munum margt smátt gerir eitt stórt 🙂