Nýtnivikan 2017
Samevrópskri Nýtniviku er nýlokið en átakið hófst með Kaffi Nýtni „Repair café“. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkan viðburð á Íslandi og stóðu Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg saman að skipulagningu hans. Hugmyndafræði „Repair café“ er að fólk geti komið saman og fengið aðstoð við að gera við hluti í stað þess að henda og kaupa nýtt. Í þetta sinn var viðburðurinn haldinn á Kaffi Laugarlæk í Reykjavík og var boðið upp á aðstoð og ráðleggingar við viðgerðir á húsgögnum, fatnaði og hjólum. Mikill áhugi var á viðburðinum og að álíka verði aftur haldið síðar.