Vínbúðin í Vestmannaeyjum hefur lokið öllum fimm skrefunum
Nú á dögunum fór starfsmaður Umhverfisstofnunar í Vestmanneyjum í úttekt hjá Vínbúðinni og veitti þeim viðurkenningu fyrir skref 3, 4 og 5. Vínbúðin í Vestmannaeyjum hefur þar með lokið öllum Grænu skrefunum og munu án efa standa sig vel við að viðhalda þeim.