Setjum ÖLL raftæki í endurvinnslu
Í raftækjum, rafhlöðum og rafgeymum er gríðarlegt magn af verðmætum málmum og efnum eins og gulli, silfri, kopar, áli og fleiru sem eru einnig takmarkaðar auðlindir. Því er afar mikilvægt að við komum þeim öllum í endurvinnslu sama hversu lítið okkur finnst tækið vera.
Í snjallsímum sem Íslendingar henda á ári hverju leynast
8,8 kg af gulli
88 kg af silfri
3,9 tonn af kopar
6,4 tonn af áli