Evrópsk Nýtnivika 2016
Nýtnivikan er haldin ár hvert til að minna okkur á að draga úr óþarfa neyslu og nýta betur það sem þegar hefur verið framleitt. Þema vikunnar í ár er að draga úr umbúðanotkun. Við getum líka haft áhrif á þróun þessa málaflokks með því að velja vörur með minni umbúðir eða frekar vörur í umhverfisvænni umbúðum. Það besta er þó ef hægt væri að sleppa umbúðum s.s. plastpokum og öðru sem okkur er oft rétt í verslunum og við notum umhugsunarlaust.