Áhugasamir skrái sig á morgunverðarfund
Nú er komið að morgunverðarfundi Grænna skrefa. Fundurinn er ætlaður ríkisstarfsmönnum sem áhuga hafa á verkefninu og umhverfismálum og þeim sem eru þegar í verkefninu. Farið verður yfir stöðu verkefnisins og niðurstöður meistararannsóknar um ávinning verkefnisins. Erindi verða frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Seðlabankanum. Erindi verður um grænan lífsstíl – eitthvað sem við getum öll tileinkað okkur. Í lokin ætlum við að skoða saman upplifun og framgang verkefnisins. Nýtum tækifærið til að hitta aðra í verkefninu og skiptast á upplýsingum. Dagskrána má sjá hér.