Samgönguvika 2016
Þá er hin árlega Samgönguvika hafin. Vikan er samevrópsk og er til þess ætluð að vekja athygli á og hvetja til vistvænni samgöngumáta. Ávinningur umhverfisvænni samgöngumáta er ótvíræður, hann er ódýrari, skemmtilegri, betri fyrir umhverfið og betri fyrir heilsuna okkar. Munum eftir bíllausa deginum þann 22. september en þá er upplagt að hvetja alla starfsmenn til að mæta til vinnu með umhverfisvænni hætti.
Dagskrá vikunnar má sjá hér. Auk þess er Samgönguvika á facebook.com/samgonguvika