Alþingi heldur áfram með skrefin

Fyrsti Alþingisdagurinn var haldinn nú á föstudaginn s.l. og var viðburðurinn fyrir bæði starfsmenn og þingmenn. Nú eru aðeins örfáir mánuðir síðan Alþingi fagnaði sínu fyrsta Græna skrefi og nú þegar er skref tvö innleitt hjá þeim. Þau hafa gert virkilega vel í innleiðingu á verkefninu og gert margar breytingar í sínu innra starfi. Mikið hefur dregið úr eða þau hafa alveg hætt með t.d. matvöru í smáumbúðum, minnkað umbúðanotkun og plastpokanotkun. Þau hafa einnig verið mjög virk í því að upplýsa starfsmenn og alþingismenn um verkefni sem verið er að innleiða og hvatt alla til þátttöku. Meiri og skipulagðari flokkun fer fram og svo eitt það mikilvægasta er að nú munu þau vinna markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna með t.d. notkun á fjarfundarbúnaði.