Morgunfundur Grænna skrefa – Hringrásarhagkerfið

Verið velkomin á morgunfund Grænna skrefa 2024. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 4. desember kl. 9:00-10:30 í streymi á Teams.

Þema fundarins í ár er hringrásarhagkerfið og vinnustaðurinn. Við ætlum að útskýra hvað hringrásarhagkerfi er, hvert umfang hringrásar á Íslandi er í dag og hvað er hægt að gera til þess að stuðla að meiri hringrás í einkalífi og á vinnustöðum.

______

Viðburðurinn er ætlaður stofnunum í Grænum skrefum um allt land en öll sem hafa áhuga á að fræðast meira um hringrásarhagkerfið eru velkomin!

_______

Dagskrá

Guðmundur Steingrímsson umhverfisfræðingur – Umfang hringrásar á Íslandi

Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun – Hugvekja um einstaklinga í hringrásarhagkerfinu

Hrafnhildur Árnadóttir framkvæmdastjóri Frostþurrkun ehf – Kynning á starfsemi íslensks hringrásarfyrirtækis í matvælageiranum

Bergljót Hjartardóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun –  Hlutverk stofnana í hringrásarhagkerfinu

Umræður

Hlekkur á viðburðinn er hér