Morgunfundur Grænna skrefa 2021
Morgunfundur Grænna skrefa 2021 verður haldinn föstudaginn 5. nóvember n.k.. Að þessu sinni er áhersla lögð á loftslagsstefnur og aðgerðaáætlanir og verða erindi og borðaverkefni því tengd.
Okkar eigin Kristín Helga Schiöth mun byrja á að fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga við skipulagningu umhverfisvænni viðburða. Eygerður Margrétardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun kynna verkefnakistu Loftslagsvænni sveitarfélaga, en tilgangur hennar er að styðja við sveitarfélög í vinnu sinni að aðgerðamiðaðri stefnumótun í loftslagsmálum. Á fundinum verður einnig erindi um ábyrga kolefnisjöfnun frá Hauki Loga Jóhannssyni, verkefnastjóra hjá Staðlaráði.
Á fundinum fáum við að heyra reynslusögur frá þátttakendum sem hafa stigið skrefin og náð glæsilegum árangri, þrátt fyrir áskoranir.
Að lokum verður stutt erindi frá teymi Grænna skrefa, þar sem farið verður yfir helstu spurningar og svör, ásamt stuttri samantekt á deginum.
Fundurinn er opinn fyrir tengiliði ríkisaðila við Grænu skrefin og hefur skráningarform verið sent á alla ríkisaðila skráða í skrefin. Hafi einhver ekki fengið póst um skráningu má hafa samband við graenskref@graenskref.is.