Jafnréttisstofa komin með þrjú skref
Jafnréttisstofa lauk í gær þriðja Græna skrefinu og heldur ótrauð áfram í vinnunni við það fjórða og fimmta. Okkur sem störfum við Grænu skrefin finnst alltaf gaman að komast í staðúttektir og sjá hvernig vinnustaðir útfæra ýmsar aðgerðir. Jafnréttisstofa hefur skipt öllum einnota batteríum út fyrir endurhlaðanleg batterí og eru með þetta einfalda kerfi til að koma halda utan um rafhlöðurnar, hlaðnar og óhlaðnar.
Rafhlöður leynast á nokkrum stöðum á flestum skrifstofum, t.a.m. í þráðlausum tölvumúsum, í veggklukkum og ekki síst í ýmsu ljósaskrauti sem dregið er fram myrkustu mánuðina og í kringum jól. Við óskum Jafnréttisstofu til hamingju með þriðja skrefið og þökkum fyrir innblásturinn!