Fimm í Flensborg
Fimmta græna skrefinu var vel fagnað á starfsmannafundi Flensborgarskólans í Hafnarfirði, enda markaði afhendingin lokin á innleiðingu skólans á Grænu skrefunum sem hófst árið 2021. Í skólanum hefur verið litið langt út fyrir hinn hefðbundna ramma Grænu skrefanna með það fyrir augum að auka sýnileika umhverfis- og loftslagsmála innan skólans og valdefla nemendur.
Þrátt fyrir að fimmta skrefið sé í höfn verður áfram unnið með græna hugsun og skipulag í skólastarfinu en á döfinni er herferð um flokkun á rusli og skráning nemenda í hádegismat til að koma í veg fyrir matarsóun.