Menntaskólinn við Hamrahlíð og Grænu skrefin
Við bjóðum Menntaskólann við Hamrahlíð velkominn í Græn skref!
Skólinn hefur sett sér markmið um að efla umhverfisvitund í starfi sínu meðal annars með því að:
- stuðla að ábyrgri afstöðu til náttúrulegra gæða og auðlindanýtingar,
- glæða skilning á vistkerfum og sjálfbærri þróun,
- skapa tækifæri til útivistar í íslenskri náttúru,
- tengja umhverfismál við sögu og menningu þjóðarinnar,
- vera til fyrirmyndar og hvetja til góðrar umgengni um náttúru, híbýli og nánasta umhverfi.
Þessi markmið ættu að vinna mjög vel með markmiðum og aðgerðum Grænna skrefa og við hlökkum til samstarfsins!