Málstofa um umbúðir: nauðsyn eða sóun?
Í tilefni af Nýtniviku sem hefst 19. nóvember, ætla Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg að standa fyrir málstofu um umbúðir. Þema Nýtnivikunnar er að draga úr umbúðum og er því flestum þeim sem koma að framleiðslu, innflutningi, notkun og reglum um umbúðir stefnt saman til að ræða þessa hluti. Dagskráin er afar vegleg og áhugaverð og má sjá hér.