Þrjár starfsstöðvar Isavia í Keflavík stíga skref

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þjónustuhús og Flugturn í Keflavík luku nú í sumar við Grænt skref númer tvö. Allar átta starfsstöðvar Isavia sem skráðar eru í Grænu skrefin hafa nú stigið tvö skref en Flugfjarskipti kláruðu öll fimm Grænu skrefin fyrir ári síðan. Hjá Isavia er unnið mjög metnaðarfullt umhverfisstarf og er í nógu að snúast hjá starfsmönnum umhverfisdeildarinnar í Keflavík. Við óskum Isavia til hamingju með árangurinn!

gs2kef

Á myndinni eru Þröstur Söring framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Isavia, Ásdís Ólafsdóttir umhverfisdeild Keflavíkurflugvallar og Guðjón Arngrímsson deildarstjóri rekstrarsviðs á Keflavíkurflugvelli.

67310669 721279134975424 291384643083567104 n 2

Góð ráð og upplýsingar um matarsóun er að finna á kaffistofum Isavia á Keflavíkurflugvelli

67585188 352081692350945 7667087630672068608 n

Upplýsingar um flokkun úrgangs eru aðgengilegar og skýrar