Tvö Græn skref í höfn hjá ÚUA
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála var að fá afhenta viðurkenningu fyrir að uppfylla fyrstu tvö Grænu skrefin. Nanna Magnadóttir forstöðumaður tók á móti viðurkenningunni. Þó að nefndin sé lítil og starfsmenn fáir þá skiptir allt máli. Nú er ekki boðið uppá neitt einnota fyrir fundi og menn eru meðvitaðri um flokkun og sóun á rafmagni, pappír og öðru. Þau eru staðráðin í að vinna hratt og vel að næstu skrefum.