Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út kemur fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi mun aukast um 50-100% á næstu árum ef ekkert verður að gert. Stjórnvöld munu því ekki geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Margt er þó hægt að gera eins og bent er á í skýrslunni s.s. rafbílavæða Ísland. Í skýrslunni er mikið fjallað um stóru málin en ekki má gleyma þeirri vinnu sem stofnanir í Grænum skrefum eru að gera. Með því að draga úr orkunotkun, efnisnotkun s.s. pappír, ræstiefnum og eldsneyti, auka nýtingu á hlutum, draga úr innkaupum og úrgangsmyndun eru stofnanir að leggja sitt af mörkum til að breyta viðhorfi okkar til auðlindanýtingar.