Upptaka af morgunfundi 2024 – Hringrásarhagkerfið

Nú er hægt að nálgast upptöku af morgunfundi Grænna skrefa árið 2024 á eftirfarandi hlekk Hringrásarhagkerfið og vinnustaðurinn – Morgunfundur Grænna skrefa 2024

Fundurinn fór fram á Teams miðvikudaginn 4. desember. Þema fundarins var hringrásarhagkerfið og vinnustaðurinn. Á fundinum var meðal annars farið yfir:

  • Hvað er hringrásarhagkerfi?
  • Hvert umfang hringrásar á Íslandi er í dag?
  • Hvað er hægt að gera til þess að stuðla að meiri hringrás í einkalífi og á vinnustöðum?

Dagskrá:

0:04:57 Guðmundur Steingrímsson umhverfisfræðingur – Umfang hringrásar á Íslandi

0:33:27 Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun – Hugvekja um einstaklinga í hringrásarhagkerfinu

0:54:14 Hrafnhildur Árnadóttir framkvæmdastjóri Frostþurrkun ehf – Kynning á starfsemi íslensks hringrásarfyrirtækis í matvælageiranum

1:03:19 Bergljót Hjartardóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun – Hlutverk stofnana í hringrásarhagkerfinu