Umbótaverkefni í græna bókhaldinu
Starfsfólk Umhverfis- og orkustofnunar vinnur nú að umbótaverkefni tengdu græna bókhaldinu sem miðar að því að einfalda og bæta aðgengi að upplýsingum um stöðuna á umhverfisvænni starfsemi ríkisstofnana.
Verkefnið snýst um að þróa miðlægt mælaborð sem byggir á rauntímagögnum úr bókhalds- og mannauðskerfum Fjársýslunnar. Með þessu færist grænt bókhald frá handvirkri gagnasöfnun yfir í sjálfvirka og samræmda gagnamiðlun sem sparar ríkinu verulegan tíma og fjármuni.
Samskipti við Fjársýsluna og Fjármála- og efnahagsráðuneytið hófust í mars 2025 og hefur verið unnið markvisst að því að koma á traustum gagnatengingum. Þær tengingar urðu virkar í byrjun október og hefur starfsfólk UOS síðan þá unnið að því að greina gögnin og skilgreina þær umbætur sem þarf á rafrænum reikningum til að mælaborðið geti orðið að veruleika.
Vonir standa til að mælaborðið verði aðgengilegt fyrir lok árs 2025. Með þessari breytingu verður Umhverfis-og orkustofnun kleift að fylgjast með umhverfisgögnum í rauntíma og bregðast fyrr við, auk þess sem verkefnið mun spara tugir milljóna á ársgrundvelli í vinnusparnaði innan ríkisins.



