Skref 5
26 AÐGERÐIR
Með því að vinna samkvæmt þeim viðmiðum sem hér fylgja geta stofnanir byggt upp umhverfisstjórnunarkerfi sem er aðlagað daglegri starfsemi. Viðmiðin eru einfölduð útgáfa af ISO 14001, sem þýðir að einfalt er að bæta við og fá vottað umhverfisstjórnunarkerfi. Dæmi um þá þætti ISO 14001 sem ekki eru teknir fyrir hér er t.d. mat á áhættu, skilgreining á hagsmunaaðilum, innri úttektir, samskiptaáætlun og mat á viðbrögðum við umhverfisslysum.
NÁ ÞARF ÖLLUM AÐGERÐUM Í SKREFI FIMM.
Stofnanir sem hafa fengið ISO14001 vottun þurfa ekki að sýna fram á að skrefi 5 sé náð. Verkfræði- og ráðgjafastofur bjóða uppá aðstoð við innleiðingu ferla og vinnu við vottanir.