Miðlun & Stjórnun
- Við höfum hafið vinnu við Grænt bókhald og munum skila því í Gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert framvegis.
- Við höfum skipað teymi sem sér um skipulag og innleiðingu Grænna skrefa á öllum starfsstöðvum. Einnig er skipaður tengiliður við verkefnisstjórn Grænu skrefanna hjá Umhverfisstofnun.
- Við höfum kynnt Græn skref stofnunarinnar fyrir starfsfólki okkar t.d. úrgangsflokkun og samgöngukosti. Nýir starfsmenn fá allir slíka kynningu. Starfsfólk okkar er hvatt til að líka við Facebooksíðu Grænna skrefa.
- Við erum meðvituð um lagalega skyldu okkar til að setja okkur loftslagsstefnu. Við höfum kynnt okkur leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð umhverfis- og loftslagsstefnu.
- Starfsmenn okkar fá minnst 3 sinnum á ári sendar upplýsingar um umhverfismál í tölvupósti eða þær birtar þeim með öðrum hætti t.d. á innri vef.
- Við höfum látið húseiganda eða rekstrarfélag húseignar skriflega vita af umhverfisstarfi okkar og óskað eftir samstarfi um úrbætur í umhverfismálum t.d. aðstöðu fyrir flokkun úrgangs, aðstöðu fyrir hjól eða lýsingu húsnæðis. Einnig höfum við látið nágranna sem deila með okkur húsnæði vita af þátttöku okkar í Grænum skrefum.
Innkaup
- Innkaupafólk þekki áreiðanlegu umhverfismerkin (týpa 1) og lífrænar vottanir. Vörur sem bera slíkar vottanir eru valdar fram yfir aðrar.
- Áður en innkaup fara fram spyr innkaupafólk sig: 1) Er þetta nauðsynlegt? 2) Getum við gert við eitthvað sem við eigum til nú þegar í staðinn fyrir að kaupa nýtt? 3) Getum við fengið þetta lánað? 4) Er hægt að kaupa þetta notað?
- Teymi Grænna skrefa hefur sest niður með þeim sem koma að innkaupum í starfsseminni og farið í sameiningu yfir allar aðgerðir skrefanna sem snerta innkaup. Við leggjum áherslu á að innkaupafólk og teymi Grænna skrefa geti leitað til hvers annars varðandi ráðleggingar um vistvæn innkaup.
- Við kaupum einungis umhverfisvottaðan prentpappír, umslög og annað bréfsefni (áreiðanleg umhverfismerki, týpa 1).
- Við kaupum ávallt raftæki í besta flokki orkumerkinga sem er í boði skv. orkuflokkum Evrópusambandsins.
- Við skiptum einungis við umhverfisvottaðar prentsmiðjur. Við óskum eftir umhverfisvottuðum (týpa 1) prentgripum hjá prentsmiðjum. Prentgripur = það sem prentað er; bæklingur, plakat o.s.frv.
- Við höfum farið yfir hreinlætis- og ræstivörur okkar og sett af stað áætlun um að fasa út þær sem ekki eru umhverfisvottaðar.
Samgöngur
- Það er góð aðstaða til að læsa hjólum fyrir starfsmenn og gesti fyrir utan vinnustaðinn.
- Þegar farið er á fundi getur starfsfólk nálgast strætómiða á vinnustaðnum eða fengið slíkan miða sendan í gegnum Strætó appið.
- Við bjóðum upp á samgöngusamninga fyrir starfsfólk sem ferðast til og frá vinnu á hjóli, gangandi eða með strætó. Þessi möguleiki er kynntur öllum starfsmönnum árlega.
- Við bjóðum upp á viðveru í gegnum fjarfundarbúnað á þeim fundum sem við boðum fyrir þá sem það kjósa.
- Við höfum óskað eftir því við helstu samstarfsaðila okkar erlendis og innanlands að fleiri fundi sé hægt að sækja í gegnum fjarfundi.
- Við tökum þátt í átakinu Hjólað í vinnuna (átak fyrir hjólandi, gangandi og þá sem nota almenningssamgöngur).
RAFMAGN & HÚSHITUN
- Við höfum sest niður með tölvudeild og ákveðið verklag til að draga úr orkunotkun. Verklagið miðar að því spara rafmagn, m.a. með hvatningu til starfsfólks um að slökkva á tölvum í lok dags og nýta svefnham eða viðbragðsstöðu þegar tölva er ekki í notkun. Skrifið í lýsingu hvar þið ætlið að spara.
- Við höfum stillt ljósritunarvélar, prentara og önnur tæki sem bjóða upp á það þannig að þau fara í viðbragðsstöðu (standby) þegar þau hafa ekki verið í notkun í 5- 20 mín.
- Við slökkvum á öllum ljósum í þeim rýmum sem ekki eru í notkun og öll ljós í lok dags. Sérstaklega er hugað að fundarherbergjum, geymslum og þar sem dagsbirtu nýtur við. Starfsmenn skiptast á að fylgja þessu eftir.
- Við höfum komið fyrir áminningarmiðum við rofa og valdar útgönguleiðir þar sem minnt er á að slökkva ljós í lok dags og á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun.
Flokkun & Minni sóun
- Leiðbeiningar um flokkun eru sýnilegar öllum starfsmönnum og á þeim tungumálum sem töluð eru á vinnustaðnum.
- Öll ílát eru merkt með viðkomandi úrgangsflokki.
- Við flokkum að lágmarki í fimm úrgangsflokka (t.d. pappír, plast, skilagjaldsumbúðir, bylgjupappa og málma) á kaffistofum, í mötuneytum og annars staðar þar sem úrgangur fellur til.
- Við flokkum spilliefni eins og lög og reglur kveða á um, s.s. rafhlöður, prenthylki, málningarafganga og flúrperur og skilum til ábyrgrar förgunar.
- Við endurnotum pappír sem prentað er á öðrum megin. Við prentara og ljósritunarvélar er slíkum pappír safnað á sérmerktan stað og hann t.d. nýttur sem minnisblöð.
Viðburðir & Fundir
- Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.
- Á viðburðum okkar og fundum utan og innanhúss er einungis boðið upp á margnota borðbúnað (diska, rör, hrærur o.fl.).
- Í kynningarefni um fundi eða viðburði á okkar vegum hvetjum við þátttakendur til að nota umhverfisvænni ferðamáta til og frá viðburðum (nefna dæmi).
Eldhús & kaffistofur
- Við höfum óskað eftir upplýsingum frá okkar mötuneytisþjónustu um umhverfisstefnu, forvarnir þeirra gegn matarsóun, framboð af lífrænum matvælum og grænkeraréttum á matseðli. Ef útboð á mötuneytisþjónustu er yfirvofandi köllum við eftir þessum upplýsingum.
- Við notum eingöngu margnota borðbúnað svo sem diska, glös, bolla, hnífapör, borðdúka, rör og drykkjarpinna. Athugið að þetta á líka við um matarílát sem notuð eru til að taka mat með úr mötuneyti.
- Í mötuneyti og á kaffistofum eru upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun (plaköt, áminningarlímmiðar eða ísskápaseglar með upplýsingum).
- Við höfum hagað framsetningu á matseðli þannig að efsti valkosturinn er alltaf umhverfisvænasti kosturinn.
- Við lýsum innihaldi rétta nákvæmlega án þess að nota merkimiða (með merkimiðum er átt við merkingar á matseðli eins og kjötréttur, fiskiréttur, grænmetisréttur, veganréttur, grænkeraréttur).