Þátttakendur

94

Stofnanir

314

Starfsstöðvar

10955

Starfsmenn

124

Stofnanir sem skila grænu bókhaldi

Fréttir

Morgunfundur Grænna skrefa – Hringrásarhagkerfið

Verið velkomin á morgunfund Grænna skrefa 2024. Fundurinn…

Það er óbragð af matarsóun – Evrópsk nýtnivika að hefjast

Dagana 16.-24. nóvember næstkomandi stendur Evrópska nýtnivikan og…

Lögreglustjórinn á Vesturlandi lýkur við fimmta skrefið!

Á dögunum náði embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi…

Morgunfundur Grænna skrefa – upptaka aðgengileg

Nú er hægt að nálgast upptöku af morgunfundi Grænna skrefa…

Líffræðileg fjölbreytni og vinnustaðurinn – Morgunfundur Grænna skrefa

Verið velkomin á morgunfund Grænna skrefa 2023! Fundurinn…

Evrópska nýtnivikan 2023

Í næstu viku, 18. – 26. nóvember, stendur Evrópska…

Góðar fréttir úr Grænu bókhaldi!

Skil á Grænu bókhaldi ríkisstofnana fyrir árið 2022 voru…

Fræðslufundur Grænna skrefa um matarsóun

Þann 16. nóvember næstkomandi standa Græn skref fyrir fræðslufundi…

Um Grænu skrefin

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.

Ferlið

  1. Stofnun skráir sig til leiks 
  2. Þriggja til fimm manna teymi skipað sem fer fyrir innleiðingu verkefnisins á vinnustaðnum
  3. Gátlista hlaðið niður hér
  4. Aðgerðir fyrsta skrefs (eða fleiri skrefa) uppfylltar – skoðið dæmi um vel útfylltan gátlista hér
  5. Útfylltur gátlisti sendur á umsjónarmenn Grænna skrefa hjá Umhverfisstofnun 
  6. Þegar umsjónarmenn telja a.m.k. 90% aðgerða uppfylltar er bókaður tími í úttekt
  7. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur í úttekt á vinnustað eða í gegnum Teams
  8. Skrefið er í höfn og stofnun fær sent viðurkenningarskjal. Við hvetjum ykkur til þess að fagna áfanganum 🙂