Sjálfbær innkaup eru í brennidepli í innkaupastefnu ríkisins sem var gefin út í janúar 2021. Ríkið er stór aðili á markaði og innkaup þess geta því haft áhrif á framleiðslu og framboð. Innkaup skipta máli fyrir umhverfið því með þeim má minnka kolefnisspor hins opinbera og er það skýrt markmið stefnunnar að innkaup ríkisaðila stuðli að aukinni sjálfbærni.
Í stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur er fjallað um hvernig samþætta á umhverfissjónarmið góðum innkaupaháttum við innkaup ríkisins og hvernig opinberir aðilar geta gert rekstur sinn grænni. Stefnan var í gildi 2013-2016.
Handbók ESB um vistvæn innkaup er skýrt og gott grunnrit um vistvæn innkaup og flest sem þeim við kemur, auk ýmissa góðra dæma. Handbókin hefur verið þýdd á flest öll tungumál Evrópuþjóða.
Procura+ er evrópskt samstarfsverkefni opinberra aðila um vistvæn opinber innkaup. Á þeirra vegum hefur komið út þessi aðgengilega handbók um vistvæn innkaup.
Norræn viðmið um græn opinber innkaup frá Norrænu ráðherranefndinni.
Bæklingurinn Skref fyrir skref frá Umhverfisráðuneytinu og Landvernd hefur að geyma fróðlegar upplýsingar um umhverfismál í daglegu lífi og góðar hugmyndir sem geta nýst vel í vistvænum innkaupum.
Bæklingurinn Góð kaup var unnin á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og gefur gott yfirlit yfir vistvæn innkaup og hvað þau fela í sér.
Nú er búið að þýða samnorrænu skýrsluna sem gefin var út af norrænu ráðherranefndinni. Markmið þessarar skýrslu er að kynna dæmi um norræn umhverfisviðmið á sameiginlegu sniðmáti fyrir átta vöruflokka: Sápa og hársápa, Dýnur, Hótelþjónusta, Lýsing, Heimilistæki, Sáraumbúðir, Skrifstofupappír og umslög, Prentdufthylki.
Í skýrslunni er einnig farið stuttlega yfir aðgerðaráætlanir Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar í vistvænum opinberum innkaupum.
Ríkiskaup
Vistvæn innkaup á vef Ríkiskaupa
Vistvæn innkaup nágrannaþjóða:
Vistvæn innkaup Evrópusambandsins:
Vistvæn innkaup hjá Evrópusambandinu
Yfirlit yfir umhverfisskilyrði þeirra
Rannsóknir og almennar ráðleggingar um innleiðingu vistvænna innkaupa
Samtök um vistvæn innkaup:
Local Authority Environmental Management and Procurement
Evrópskt verkefni um sjálfbær nýskapandi innkaup
Líftímakostnaður – reiknivélar:
Reiknivélar Svía, meðal annars fyrir bíla, heimilistæki og lýsingu
Ýmsar gagnlegar upplýsingar:
Um vottanir og aðrar merkingar
Vefur um alþjóðlega ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík á vegum ICLEI 2009