Mikilvægt er að markmið séu hnitmiðuð og sértæk og að þau séu skilgreind til hlítar.
Eftirfarandi spurningar er gott að hafa til hliðsjónar:
1. Hverju viljum við ná fram með markmiðinu?
2. Hvers vegna er markmiðið mikilvægt?
3. Hverjir koma að þessu markmiði?
4. Hvar innan stofnunar er markmiðið staðsett?
5. Hvaða aðföng eða takmarkanir felast í markmiðinu?
Dæmi: Markmið eins og við ætlum að draga úr umhverfisáhrifum vegna starfsemi okkar er of víðtækt og almennt. Skýrari og sértækari markmið eru t.d. við ætlum að draga úr matarsóun um x % m.v. fyrra ár eða við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna um x %.